Það er oft samasemmerki milli samdráttar og þess að góðar hugmyndir kvikni. Klofningur á Suðureyri er gott dæmi um slíkt fyrirtæki. Fyrir tveimur áratugum þegar ekkert fékkst fyrir hausa og bein kom upp sú hugmynd að nýta jarðvarmann í Súgandafirði til að þurrka þessari afurðir.
Sjávarútvegsfyrirtækin á Vestfjörðum sameinuðust um að allt þeirra hráefni, hausar og bein, færu til vinnslu í Klofningi. Afurðirnar voru seldar til Nigeríu og hafa skapast góð tengsl við þá aðila sem kaupa þessa vestfirsku gæðavöru í gegnum áralöng viðskipti. Klofningur hefur verið metnaðarfullt fyrirtæki þegar kemur að því að snyrta bæinn og styrkja íþrótta og félagsstarf.
Grunnur fyrirtækisins er samstarf vestfirskra sjávarútvegsfyrirtæki, sjálfbærni að fullnýta allar þær aukaafurðir sem verða til við fiskvinnslu, nýsköpun að nýta til matvælaframleiðslu heita vatnið í Súgandafirði og að standa við bakið á samfélaginu.
Nýsköpunarkeppnin Hafsjór af hugmyndum er spennandi tækifæri fyrir frumkvöðla til að vinna að nýjum hugmyndum sem efla Vestfirskan sjávarútveg og Klofningur er eitt þeirra fyrirtækja sem standa að keppninni og styrkjum til háskólaverkefna.
Í þessu myndbandi er hægt að kynnast starfsemi Klofnings: https://www.youtube.com/watch?v=0G0tYFO8eGA
Hér er hægt að kynna sér nýsköpunarkeppnina og háskólaverkefnið nánar: https://www.vestfirdir.is/is/verkefni/hafsjor-af-hugmyndum
Verkefnið fékk styrk frá Uppbyggingarsjóði sem hluti af Sóknaráætlun og er unnið í samstarfi við Vestfjarðastofu og Nýsköpunarmiðstöð Íslands.