Fara í efni

Handverkssýning í Drymlu

Fréttir

Á morgun, laugardaginn 15. mars kl. 14:00 verður opnuð sýning á munum og fatnaði úr þæfðri ull eftir Bolvíkinginn og ráðherrafrúnna Oddnýu Jóhannsdóttur í handverkshúsinu Drymlu í Bolungarvík og stendur sýningin til kl. 17.00. Bæjarbúar og nærsveitamenn eru hvattir til að kíkja við og skoða handverkið og fá sér rjúkandi kaffibolla í leiðinni. Drymla er vel þekkt fyrir fjölbreytilegt handverk og vel unna vöru enda eru félagar í handverkshópnum afar hugmyndaríkir og vandvirkir.

 

Í Dymbilviku verður opið í Drymlu sem hér segir: Mánudag, þriðjudag og miðvikudag frá kl. 14.00 - 18.00 og ætíð er sopinn heitur á könnunni.

Frétt afrituð af www.vikari.is.