Fara í efni

Heimsókn stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða

Fréttir
F.v. Halldór Eiríksson, formaður stjórnar, Sölvi Guðmundsson og Steinunn Ása Sigurðardóttir, Vestfja…
F.v. Halldór Eiríksson, formaður stjórnar, Sölvi Guðmundsson og Steinunn Ása Sigurðardóttir, Vestfjarðastofu, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dagný Arnarsdóttir og Pétur Óskarsson, stjórn sjóðins og Guðrún Dóra Brynjólfsdóttir, starfsmaður Ferðamálastofu.

Stjórn Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða var á ferðalagi um Vestfirði í vikunni þar sem þau heimsóttu staði sem styrktir hafa verið af sjóðnum síðustu ár til að kynna sér þá uppbyggingu sem er í gangi á Vestfjörðum. Sölvi og Steinunn hjá Markaðsstofu Vestfjarða tóku á móti stjórninni ásamt starfsmanni sjóðsins á Vestfjarðastofu og áttu þau góðan fund þar sem meðal annars var farið yfir markmið og áherslur sjóðsins og tengsl við áfangastaðaáætlun landshlutans. Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri Bolungarvíkurkaupstaðar kom einnig á fundinn og kynnti áfrom um áframhaldandi þróun Bolafjalls sem áfangastaðar, en útsýnispallurinn á Bolafjalli er eitt af stærri verkefnum sem sjóðurinn hefur styrkt.