Fara í efni

Í lit á Langa Manga

Fréttir

Listakonan Marsibil Kristjánsdóttir opnaði myndlistarsýningu á Langa Manga á Ísafirði í gær. Sýningin er þriðja einkasýning Marsibil á þessu ári og ber yfirskriftina Í lit. Þar bregður listakonan út af venjunni og frá blýantsteikningunum sem hún hefur áður unnið með og eins og nafnið gefur til kynna eru öll verk á sýningunni í lit. Marsibil Kristjánsdóttir er fædd á Þingeyri 1971. Hún hefur hannað leikmyndir, brúður og leikmuni fyrir fjölda leiksýninga m.a. fyrir einleikina Gísli Súrsson, Dimmalimm og Skrímsli. Einnig hannað og unnið ýmiskonar handverk á tré og gler s.s. jólasveina og galdrastafi. Hún hefur sett upp einkasýningar á eftirtöldum stöðum: Veitingastofan Vegamót á Bíldudal, Café Mílanó í Reykjavík, Langi Mangi á Ísafirði, Hótel Flókalundur, Gallerí Koltra á Þingeyri, The Commedia School í Kaupmannahöfn og í Vigur í Ísafjarðardjúpi.

Frá þessu segir á bb.is.