Fara í efni

Íbúaþing á Flateyri 2.-4. október 2020

Fréttir

Dagana 2.-4. október er íbúum, fjarbúum og öðrum hagsmunaaðilum í Önundarfirði boðið til íbúaþings.
Íbúaþingið  mun fara fram í íþróttahúsinu á Flateyri á föstudeginum 2. október, laugardeginum 3. október og sunnudaginn 4. október. Fundartímar eru eftirfarandi:

Föstudaginn 2. október kl. 18-20
Laugardaginn 3. október kl. 10-17
Sunnudaginn 4. október kl. 11-17

Á meðan á þinginu stendur verður boðið upp á léttar veitingar. Ekki er nauðsynlegt að taka þátt alla helgina.

Umsjón með þinginu hefur Kristrún Lind Birgisdóttir, ráðgjafi hjá Tröppu.

Skráning:

Skráning fer fram í tölvupósti: helenaj@isafjordur.is eða í síma 661 7808.

Íbúar, fjarbúar og aðrir sem bera hag byggðarlagsins á Flateyri og í Önundarfirði fyrir brjósti eru hvattir til að fjölmenna til íbúaþings.

Hér er hægt að finna viðburðinn á Facebook og hér er hægt að finna frétt Ísafjarðabæjar um viðburðinn þar sem hægt er að finna upplýsingar bæði á ensku og pólsku.