23. desember 2024
Fréttir
Fréttabréf Vestfjarðastofu fyrir desembermánuð er komið út! Það er með óhefðbundnu sniði þar sem í því er nú að finna áramótapistla starfsfólks. Þar fer það yfir helstu verkefni sín á árinu sem nú er að líða og gægist yfir áramótin inn í nýtt og spennandi starfsár. Það eru ófá verkefnin sem unnin eru á Vestfjarðastofu og gefur blaðið smá innsýn í þá ríkulegu flóru sem starfsfólkið tekst á við í störfum sínum.
Með þessu óskum við ykkur hamingjuríkra hátíða og hlökkum til að vinna með ykkur og í þágu öflugra Vestfjarða á ári komanda.