Fara í efni

Ísland ljóstengt: Aukaúthlutun 2020

Fréttir
Af Hjallahálsi
Af Hjallahálsi

Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytið auglýsti þann 8. maí s.l., lokaúthlutanir fyrir verkefnið Íslands ljóstengt . Verkefninu er nú hraðað með aukafjárveitingu að fjárhæð 400 mkr á þessu ári, tengt efnahagsaðgerðum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Markmið verkefnisins er að 99,9% lögheimila í dreifbýli sé tengt ljósleiðara á árinu 2021 og samkvæmt fjarskiptaáætlun á sama markmiði að vera náð með lögheimili í þéttbýli fyrir lok árs 2025. Sveitarfélög eru einu aðilar sem geta sótt um fjármagn til þessa verkefnis, umsóknarfrestur er til og með 1. júní n.k..