02. október 2007
Fréttir
Sex kvikmyndir alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar sem nú stendur yfir í Reykjavík verða sýndar á Ísafirði dagana 3.-5. október. Fjölbreytt úrval mynda er á dagskrá. Hátíðin á Ísafirði hefst með sýningu á fjölskyldumyndinni Azur og Asmar klukkan 18:00 miðvikudaginn 3. október. Rætur, félag um menningarfjölbreytni, stendur að hátíðinni á Ísafirði, en Valdimar Halldórsson er formaður Róta.
Sýningar 3. okt:
Azur & Asmar (Spánn/Ítalía/Belgía/Frakkland), kl. 18.
Bræður munu berjast (Shotgun Stories) (USA), kl. 21.
Sýningar 4. okt:
Bræðrabylta (Íslensk stuttmynd), kl. 19.
Anna (Íslensk stuttmynd), kl. 19:30.
Ský á reiki (Finnland), kl. 21.
Sýningar 5. okt:
Andlit fíkjutrésins (Japan), kl. 19.
Öskrarar (Screamers), kl. 21.