Fara í efni

Kynningar- og samráðsfundir vegna Lýsingar Landsskipulagsstefnu 2015-2026 - fundur á Ísafirði 4. mars

Fréttir

 

Skipulagsstofnun er að hefja vinnu við Landsskipulagsstefnu 2015-2026 en umhverfis - og auðlindaráðherra fól stofnuninni að sjá um þá vinnu. Nú hefur stofninin sett fram lýsingu og hafa nú þegar verið haldnir þrír  kynningar– og samráðsfundir í Borgarnesi, Selfossi og Egilsstöðum. 

 

Lýsingin verður kynnt á fundi á Ísafirði 4. mars kl. 15.00 - 17.00,  í Háskólasetri Vestfjarða og verður fundurinn líka sendur út sem fjarfundur á Hólmavík og Patreksfirði

 

Dagskrá funda:

1. Lýsing      Landsskipulagsstefnu 2015-2026  Kynning á lýsingu - Umræður og fyrirspurnir

2. Hverjar eru þínar  áherslur fyrir Landsskipulagsstefnu 2015-2026?

Hópavinna, umræður um áherslur - Samantekt hópavinnu

 

Fundirnir er opnir öllum, og eru allir sem áhuga hafa hvattir til að kynna sér lýsinguna og koma á framfæri ábendingum og hugmyndum um nálgun og efnistök á meðan á kynningu hennar stendur.

Þeir sem vilja taka þátt eru beðnir að tilkynna það á netfangið landsskipulag@skipulagsstofnun.is.