Markaðsstofa Vestfjarða, Ferðamálasamtök Vestfjarða og Nýsköpunarmiðstöð Íslands standa fyrir kynningarfundum á Vestfjörðum í þessari viku og var fyrsti fundurinn á Hólmavík í dag, mánudaginn 10. febrúar kl. 12:00-13:30. Góð stemmning var á fundinum og þangað mættir ferðaþjónar víða að. Í dag er einnig fundur á Reykhólum kl. 16:00-17:30 í matsalnum í Reykhólaskóla. Á þriðjudag verður svo fundur á Tálknafirði kl. 12:00 á Hópinu.
Á fundunum kynnir Díana Jóhannsdóttir starfsemi Markaðsstofu Vestfjarða og sameiginlegt markaðsátak sveitarfélaganna á Vestfjörðum. Ásgerður Þorleifsdóttir formaður Ferðamálasamtaka Vestfjarða kynnir starfsemi samtakanna og sameiginleg verkefni þeirra og Markaðsstofunnar og Sigríður Ó. Kristjánsdóttir kynnir starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.