Fara í efni

Lausnamót um sjálfbæra Vestfjarðaleið

Fréttir

Lausnamótið Hacking Vestfjarðaleiðin verður haldið dagana 24. og 25. ágúst n.k. Þar gefst öllum áhugasömum um nýsköpun á Vestfjörðum og Vesturlandi kostur á að vera með og þróa nýjar og spennandi lausnir. Lausnamót er nýsköpunarviðburður þar sem áhugasamir aðilar koma saman, deila reynslu og þekkingu og skapa lausnir við vandamálum eða áskornunum og að þessu sinni verður sérstaklega unnið með sjálfbærni Vestfjarðaleiðarinnar. Viðburðurinn er frábær leið til að efla sig í að koma góðum hugmyndum í framkvæmd og að vinna gagngert að gera verkefni að veruleika.

Á lausnamótinu er leitað að nýjum hugmyndum og verkefnum á sviði orkunýtingar, samgangna, ferðaþjónustu, innviða, matarsóunar, viðhorfa og venja, samfélags, flutninga, iðnaðar og framleiðslu – eða hverju því sem þátttakendur kunna að finna upp á. Útkoman úr lausnamótinu gæti til að mynda verið stafræn lausn, vara, þjónusta, verkefni, hugbúnaður, vélbúnaður eða markaðsherferð.

Hugmyndasamkeppni fer fram samhliða þar sem verðlaunaféð er 300.000 krónur. Það eru Hacking Hekla, Vestfjarðastofa, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi og Blámi sem standa að viðburðinum og fer hann fram í netheimum. Við hvetjum alla áhugasama til að skrá sig á www.hackinghekla.is

Hér má sjá meira um viðburðinn

Hér má kynna sér lausnamótin frekar