Fara í efni

Markaðsstofa Vestfjarða

Fréttir

Vinnuhópur á vegum stjórnar Markaðsstofu Vestfjarða ses og Ferðamálasamstaka Vestfjarða hafa á síðustu vikum rætt saman um stofnun nýs rekstrar um starfsemi Markaðsstofu Vestfjarða og fyrirkomulag markaðsmála í framhaldi af því. Unnið er að málinu í samræmi við samþykkt 57. Fjórðungsþings Vestfirðinga um sameiningu starfsemi Markaðsstofu Vestfjarða og Fjórðungssambands Vestfirðinga.

 

Drög að samkomulagi er nú til umfjöllunar hjá eigendum Markaðsstofu Vestfjarða og er að vænta niðurstöðu í apríl n.k. en eigendur Markaðsstofu Vestfjarða eru Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, Ferðamálasamtök Vestfjarða og Fjórðungssamband Vestfirðinga. Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga hefur samþykkt í millitíðinni að hafa umsjón með starfsemi Markaðsstofu og hefur Díönu Jóhannsdóttur, verkefnisstjóra hjá Fjórðungssambandinu verið falið þetta verkefni af þess hálfu í samráði við stjórn og framkvæmdastjóra.