Félagið Auður Norðursins í samstarfi við Byggðastofnun og Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), og með stuðningi fleiri aðila, efna til ráðstefnu um áskoranir og tækifæri innan innlendrar matvælaframleiðslu. Ráðstefnan verður á Hótel Selfossi 7. og 8. apríl.
Um er að ræða spennandi viðburð sem á erindi við alla þá sem hafa áhuga á eða starfa innan matvælaframleiðslu með einum eða öðrum hætti. Fjallað verður um málefnið út frá ýmsum hliðum, s.s. út frá umhverfis- og loftslagsmálum, nýsköpun, atvinnu- og byggðaþróun, heilsusjónarmiðum og fleiri áhrifaþáttum á neyslu og lífsstíl. Nýjustu stefnur og straumar í matvælaframleiðslu verða tekin fyrir og von er á líflegum og skemmtilegum umræðum, sem geta skipt sköpum til framtíðar.
Hafir þú áhuga á matvælaframleiðslu, stefnumótun innan hennar, nýsköpun á landsbyggðinni, umhverfismálum, heilsu eða næringu, er þetta viðburður sem þú mátt ekki láta fram hjá þér fara!
Þeim sem ekki hafa tök á að taka þátt í ráðstefnunni á Selfossi gefst kostur á að fylgjast með henni í streymi.
Dagskrá ráðstefnunnar Maturinn, jörðin og við er að finna hér -- Dagskrá