Jón Jónsson, menningarfulltrúi Vestfjarða, verður á ferðinni á sunnanverðum Vestfjörðum næstu daga frá þriðjudeginum 30. október til fimmtudagsins 1. nóvember. Hann mun í ferðinni heimsækja sveitarfélögin, Reykhólahrepp, Vesturbyggð og Tálknafjarðarhrepp, auk þess sem hann er tilbúinn til skrafs og ráðagerða við alla þá sem eftir því leita, hvort sem ræða á vítt og breitt um menningarmálin og möguleika á því sviði eða menn eru að spekúlera í styrkjum Menningarráðsins sem auglýstir hafa verið. Sláið á þráðinn í síma 891-7372 ef þið hafið áhuga á spjalli eða fundi.
Minnt er á að umsóknarfrestur um styrki frá Menningarráði er til föstudagsins 2. nóvember og allar nánari upplýsingar og umsóknareyðublað eru hér til hægri undir tenglinum Styrkir.