Fara í efni

Menningarlandið 2010

Fréttir

Mennta- og menningarmálaráðuneyti boðar til menningarþings undir yfirskriftinni Menningarlandið 2010 - Mótun menningarstefnu, á Hótel Loftleiðum, föstudaginn 30. apríl 2010 kl. 12:30-16:45. Á þinginu verður kynnt greining á núverandi menningarstefnu á sviði lista, menningararfs, safna, fjölmiðla og æskulýðs- og íþróttamála. Tilgangur þingsins er að fá viðbrögð við fyrirliggjandi greiningu og að fá fram hugmyndir sem gætu nýst í áframhaldandi vinnu við mótun menningarstefnu til framtíðar.


Einnig verður kynnt sóknaráætlun stjórnvalda í menningarmálum og nýleg menningarneyslukönnun.

Á þinginu verður unnið í vinnuhópum með fjóra málaflokka sem eru:

# listir

# menningararfur og söfn

# fjölmiðlar

# íþrótta- og æskulýðsmál

Við skráningu þurfa þingfulltrúar að velja einn af málaflokkunum. Áhugasamir eru beðnir að skrá sig á þingið og í hópana á vef mennta- og menningarmálaráðuneytis eigi síðar en 26. apríl.

Menningarþingið er öllum opið en nauðsynlegt getur reynst að takmarka þátttöku vegna húsrýmis en ráðstefnusalurinn tekur 200 manns í sæti. Aðgangur er ókeypis.