01. október 2021
Fréttir
Í gær var birt uppfærð samantekt úr Áfangastaðaáætlun Vestfjarða. Áfangastaðaáætlun Vestfjarða er heildstæð áætlun sem snýst um uppbyggingu ferðaþjónustu og áfangastaða. Í áætluninni er leitast við að sjá þessa þróun frá mörgum ólíkum sjónarhornum og að taka tillit til sem allra flestra sem eiga hagsmuna að gæta.
Markmið Áfangastaðaáætlunar er að stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu sem skilar sem mestu til samfélagsins um leið og mögulegum neikvæðum áhrifum er haldið í lágmarki.
Nýja samantekt Áfangastaðaáætlunar má finna hér.