Fara í efni

Ný skýrsla frá RHÍ varðandi áhrif Hvalárvirkjunar á raforkukerfi á Vestfjörðum

Fréttir

Rannsóknastofa Háskólans á Akureyri hefur gefið frá sér nýja skýrslu um mat á samfélagsáhrifum Hvalárvikjunnar á Vestfjörðum. Skýrslan er unnin að beiðni VesturVerk ehf,en orkufyrirtækið vinnur að undirbúningi virkjunar Hvalár í Ófeigsfirði á Ströndum.

 

Helstu niðurstöður skýrslunnar eru sú að Hvalárvirkjun muni hafa mikil áhrif raforkukerfið á Vestfjörðum og í raun muni virkjunin umbylta kerfinu þar sem að með henni muni koma mikil orkuframleiðsla inn á svæðið.

 

Einnig segir að "mestu áhrif virkjunarinnar á raforkukerfið á Vestfjarðarkjálkanum eru líklega þau að verkefnið, sem felst í því að koma á tvöfaldri tengingu í flutningskerfinu í öllum landshlutanum, verður viðráðanlegt. Einungis þarf eina línu til viðbótar til að næstum allt flutningskerfið verði með tvöfalda tengingu. Sterkasta lokaskrefið væri lína innst úr Ísafjarðardjúp út til Ísafjarðar eða í Breiðadal í Önundarfirði. Án Hvalárvirkjunar er tvöföld tenging raforkukerfisins á Vestfjarðakjálkanum mjög stórt verkefni.“

 

 

Skýrsluna mál lesa í heild sinni á þessum tengli

 

https://hsorka.overcastcdn.com/documents/RHA_-_mat_á_samfélagsáhrifum_á_Vestfjörðum_-_endanleg_útgáfa_RHA.pdf

 

 

 

Einnig má lesa frétt frá VesturVerk inn á síðunni

 

https://www.vesturverk.is/fréttir/hvalárvirkjun-mun-umbylta-raforkukerfi-vestfjarða/