Fara í efni

Nýr verkefnastjóri Vestfjarðastofu á Ströndum

Fréttir

Sigurður Líndal Þórisson hefur verið ráðin verkefnastjóri Vestfjarðastofu á Hólmavík.

Siguður hefur víðtæka reynslu og hefur síðustu rúmlega fjögur ár verið framkvæmdastjóri Selaseturs Íslands og þar áður var hann í stjórnunarstöðu hjá risafyrirtækinu Expedia í London.  Sigurður er með mastersgráðu í stefnumótun og stjórnun listastofnana frá Birkbeck College, University of London og var í tólf ár stundakennari við sviðslistadeildir listaháskóla í London.

Sigurður kemur til starfa hjá Vestfjarðastofu í byrjun júní og mun leiða verkefnið Brothættar byggðir í Strandabyggð auk þess að sinna öðrum verkefnum tengdum atvinnu- og byggðaþróun hjá Vestfjarðastofu.

Við bjóðum Sigurð velkominn í hópinn.