Fara í efni

Orkuskipti og sveitarfélög – Málstofa

Fréttir

Íslensk nýorka, Eimur, Vestfjarðastofa og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra standa fyrir sameiginlegum viðburði þann 29. ágúst n.k. kl. 13:00. Viðburðurinn verður í beinu streymi frá Hótel KEA á Akureyri og ber yfirskriftina: Orkuskipti og sveitarfélög. Viðburðurinn markar upphafið að þriggja ára verkefni sem miðar að því að efla getu sveitarfélaga og samfélaga í dreifðum byggðum Evrópu, til að takast á við orkuskipti.

Áhugasamir geta skráð sig á viðburðinn hér, og valið um að mæta í eigin persónu eða sitja fundinn í streymi (Teams)

Skráningarhlekkur: https://www.eimur.is/is/skraning-a-malstofu-29-agust

Dagskrá

Hilmar Gunnlaugsson, Sókn Lögmannstofa
Tekjumöguleikar sveitarfélaga af orkumannvirkjum

Alexis Chatzimpiros, Samsø Energiakademi
Reynsla af uppbyggingu vindorku og öðrum orkugjöfum á Samsö

Anna Margrét Kornelíusdóttir, Íslensk Nýorka
Rural Europe for the Clean Energy Transition (RECET verkefnið) - Styrkt af LIFE-áætlun ESB

Fundarstjóri er Ottó Elíasson, rannsókna- og þróunarstjóri hjá Eimi

Boðið verður upp á hressingu eftir fundinn.
Skráning fer fram á www.eimur.is
Öll velkomin!

Skoða á viðburðardagatali