Fara í efni

Öryggismál á Hornströndum rædd á fjölmennum samráðsfundi

Fréttir Markaðsstofa Vestfjarða

Þann 1. apríl 2025 var haldinn samráðsfundur í stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði þar sem öryggismál í Friðlandi Hornstranda voru rædd. Fundurinn var skipulagður af Kristínu Ósk Jónasdóttur hjá Náttúruverndarstofu. Að fundinum komu fjölmargir hagaðilar sem tengjast svæðinu með beinum eða óbeinum hætti.

Mættir voru fulltrúar frá landeigendum, ferðaþjónustufyrirtækjum, björgunarsveitum, lögreglu, slökkviliði, Landhelgisgæslu og fleiri stofnunum. Fulltrúar Markaðsstofu Vestfjarða sátu einnig fundinn, sem og fulltrúar frá Ferðafélagi Íslands og Umhverfisstofnun í gegnum fjarfund.

Friðlandið á Hornströndum er óbyggt og nær algerlega án innviða. Því er þar takmarkað aðgengi, mjög lítil þjónusta og fjarskipti afar ótrygg. Þetta gerir svæðið viðkvæmt þegar kemur að viðbrögðum við slysum og óvæntum aðstæðum, sérstaklega þegar veður breytist skjótt.

Á fundinum var rætt um leiðir til að auka öryggi gesta svæðisins, meðal annars með:

  • Skráningu ferðamanna inn og út úr friðlandinu í gegnum gagnagrunn í samvinnu við ferðaþjónustuaðila sem sinna bátaferðum.
  • Bættum fjarskiptum, þar sem rætt var um gervihnattarbúnað (t.d. Starlink, Iridium innritara), og möguleika á útvarpssendi á Bolafjalli samhliða uppsetningu sjóradars Landhelgisgæslunnar.
  • Neyðarbúnaði, svo sem hjartastuðtækjum og börum, þó staðsetning slíks búnaðar sé krefjandi vegna víðfeðmis svæðisins.
  • Aukinni upplýsingagjöf, þar sem vakin var athygli á mikilvægi þess að ferðamenn fái skýrar, aðgengilegar og sjónrænar upplýsingar um aðstæður, ekki síst í ljósi breytts upplýsingalæsis.

Einnig var rætt um hlutverk ferðaþjónustuaðila í forvörnum, samskipti við björgunaraðila og möguleika á að samræma verklag um skráningu, samskipti og ábyrgð á búnaði. Fjallað var um lög og reglur tengd almannarétti og möguleikum á að takmarka aðgang að svæðinu í sérstökum aðstæðum.

Fundurinn þótti afar gagnlegur og var sammælst um að halda áfram samstarfi aðila og efna til reglulegra funda. Stefnt er að því að næsti fundur fari fram