Dagskrá Púkans hefur tekið á sig nokkuð skýra mynd og þessa dagana eru að detta inn viðburðir á verkefnasíðu hátíðarinnar. Á hátíðinni mun leikkonan Birgitta Birgisdóttir heimsækja krakka á miðstigi í grunnskólum á Vestfjörðum og vinna með þeim í valdeflandi leiklistarsmiðjum. Hátíðin sem áður er í góðu samstarfi við List fyrir alla og munu hinir hæfileikaríku Frach bræður fara víða með tónleikadagskrána Árstíðir. Búið er að úthluta styrkjum til spennandi viðburða sem verða á hátíðinni og eru eftirfarandi:
Katerina Blahutova fékk 555.000 fyrir Sæskrímslabúrið.
Strandagaldur fyrir Vestfirska þjóðsagnagerðin 300.000.
Bókasafn Vesturbyggðar, 230.00 fyrir Þjóðsögustofuna.
Grunnskóli Drangsness/Ásta Þórisdóttir fyrir Trumbur, tröll og jötnar 200.000.
Edinborgarhúsið, 200.000 fyrir Púkahljóðvarp.
Listasafn Ísafjarðar 185.000 fyrir Ævintýraheim myndskreytinga.
Marie Susann Zeise, Púkinn á Reykhólum – frásagnarlist með Ragnheiði Þóru Grímsdóttur, 150.000.
Andri Freyr Arnarsson fyrir Langspilssmiðjur með Eyjólfi Eyjólfssyni, 150.000.
Minjasafn Egils Ólafssonar á Hnjóti, safnabingó, 150.000.
Kristjana Einarsdóttir, 130.000 fyrir Furðuverur á flandri.
Tónlistarskóli Vesturbyggðar, 110.00 fyrir Vinnustofur í sviðslistum með Emil Kohlmayer.
Bókasafnið á Ísafirði fyrir Tröll segja sögur 90.000 kr.
Líkt og áður hefur komið fram verður hátíðin dagana 31. mars-11. apríl og hafi þið viðburði til að bæta á dagskrána viljum við endilega hafa þá með! Það má gera með að senda okkur póst á vilborg@vestfirdir.is eða annska@vestfirdir.is