Fara í efni

Samgönguáætlun 2015-2018. Afgreidd frá Alþingi

Fréttir
Vegur um Eyrarhlíð á milli Hnífsdals og Ísafjarðar
Vegur um Eyrarhlíð á milli Hnífsdals og Ísafjarðar

Þingsályktun um samgönguáætun 2015-2018 var samþykkt á Alþingi nú dag 12. október. Hér er fagnaðarefni, enda um að ræða mikilvægan áfanga fyrir nýframkvæmdir og endurbyggingu vega á Vestfjörðum, sem beðið hafa nú hátt í þrjú ár að Alþingi staðfesti vilja sinn í málinu. Stærstu framkvæmdirnar eru á vegi um Gufdalssveit, Dýrafjarðargöng, Dynjandisheiði og vegur norður í Árneshrepp. Samþykkt var einnig að leggja til fjármagn til rannsókna á Álftafjarðargöngum. Auk þess sem lagt er til aukið fjármagn til viðhalds vega, vetrarþjónustu, almenningssamgangna og til uppbyggigar á ferðamannaleiðum. Kynna má sér efni samgönguáætlunar á vef Alþingis http://www.althingi.is/thingstorf/thingmalalistar-eftir-thingum/ferill/?ltg=145&mnr=638

 

Ný ríkisstjórn sem tekur við að aflokum kostningum þarf síðan að tryggja fjármagn til verkefna í fjárlögum árisns 2017 og við endurskoðun fjármálaáætlunar 2017-2022. 

 

Hér er áfanga náð, en nú þarf að taka til meðferðar þingsályktun um Samgönguáætun 2015-2026 sem hefur verið lögð fram sem þingsskjal á Alþingi. Samgöngunefnd Fjórðungssambandsins hefur tekið málið til umfjöllunar og mun vinna að umsögn á næstu vikum.