Fara í efni

Skilaboð til sveitarstjórnarmanna frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Fréttir

Inn á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa verið settar leiðbeiningar fyrir sveitarstjórnarmenn um ýmis atriði er snúa að framkvæmd sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 í upphafi kjörtímabils. Markmið þessara leiðbeininga er einkum að svara ýmsum algengum spurningum um túlkun laganna og benda sérstaklega á ýmis atriði í lögunum sem fela í sér breytingar á fyrri framkvæmd.

Vefslóðin er:

http://www.samband.is/verkefnin/stjornsysla-sveitarfelaga/namskeid/upplysingar-til-nyrra-sveitarstjorna-2014/nr/2035

 

Þessu til viðbótar hafa leiðbeiningar um beitingu D-Hondts reglu við kjör í nefndir, ráð og stjórnir verið uppfærðar á heimasíðu sambandsins: http://www.samband.is/verkefnin/stjornsysla-sveitarfelaga/frettir---stjornsysla/nr/2036

 

Allir  sveitarstjórnarmenn eru hvattir til þess að gerast áskrifendur að rafrænu fréttablaði sambandsins – Tíðindum – sem kemur að jafnaði út mánaðarlega, auk þess sem þeir geta gerst áskrifendur að fréttaflokkum á heimasíðu sambandsins, eftir áhugasviðum sínum.  Rétt er einnig að benda á að í Vegvísi sveitarstjórnarmanna má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar, lesefni og kynningar frá námskeiðum fyrir kjörna fulltrúa í sveitarstjórnum, sem haldin voru 2010-2011.