Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur samið við verkfræðistofuna Verkís um að gera heildstæða úttekt á smávirkjanakostum á Vestfjörðum. Jóhann Birkir útibússtjóri Verkís á Ísafirði skrifaði undir samninginn en samkvæmt honum mun vinna við úttektina byrja strax í febrúar. Verkefnið " Smávirkjanir á Vestfjörðum" var samþykkt sem áhersluverkefni árið 2019 og fékk 2. milljónir kr. úthlutað.
Úttektin gengur út að það að greina hvort að þörf sé á að stofna Smávirkjanasjóð á Vestfjörðum sem hefði það að markmiði að styðja við fyrstu skref í rannsóknum og auka möguleika á litlum virkunum á Vestfjörðum. Í úttektinni verður m.a rannsakað og skráð hvaða virkjanakostir hafa þegar verið skoðaðir, vatnasvið allra Vestfjarða verða skimuð og skoðað hverjar séu helstu kennnistærðir virkjanna. Útkoma skýrslunnar verður svo hægt að nota m.a til að meta hvaða virkjanakostir á Vestfjörðum séu líkast til hagkvæmastir .