05. maí 2014
Fréttir
Þann 30. apríl síðastliðinn var haldinn fundur á Ísafirði þar sem sveitarstjórnarmenn alls staðar af Vestfjörðum ræddu við samgönguráð og fulltrúa Innanríkisráðuneytis. Til umræðu voru 12 ára fjarskipta- og samgönguáætlanir, en verið er að vinna að undirbúningi fyrir endurnýjun þeirra um þessar mundir. Á fundinum kom fram í máli Hreins Haraldssonar vegamálastjóra að ákveðið væri að frá og með næsta hausti yrði mokstursdögum fjölgað frá hringveginum um Vestfjarðaveg nr. 60 að Flókalundi og um Djúpveg nr. 61 til Súðavíkur þannig að mokað yrði alla daga vikunnar.