Ný Sóknaráætlun Vestfjarða fyrir árin 2020-2024 var samþykkt á fundi stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga/Vestfjarðastofu þann 21. október og kynnt á 4. Haustþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga á Hólmavík 25.-26. október sl. Vinna við gerð Sóknaráætlunar hefur staðið yfir frá því á vordögum mikil áhersla lögð á víðtækt samráð við íbúa og aðra hagaðila. Ætla má að vel á þriðja hundrað manns hafi komið að gerð áætlunarinnar með einum eða öðrum hætti.
Sóknaráætlanir landshluta eru stefnumótandi áætlanir sem taka til starfssvæða landshlutasamtaka sveitarfélaga. Í þeim koma fram stöðumat viðkomandi landshluta, framtíðarsýn, markmið og aðgerðir til að ná þeim markmiðum. Í Sóknaráætlunum landshluta er mælt fyrir um svæðisbundnar áherslur sem taka mið af meginmarkmiðum byggðaáætlunar, landsskipulagsstefnu, skipulagsáætlunum, menningarstefnu og, eftir atvikum, annarri opinberri stefnumótun.
Í Sóknaráætlun Vestfjarða, sem lesa má hér, er unnið úr frá fjórum lykilmálaflokkum: Atvinnuþróun og nýsköpun, samfélagi, umhverfi og menningu. Í hverjum málaflokki eru sett markmið og áhersluatriði.
Forsendur árangurs Sóknaráætlunar Vestfjarða eru tilgreindar meðal annars að víðtækt samráð náist um verkefnið þannig að atvinnulíf, sveitarfélagar, íbúar og stofnanir samfélagsins vinni saman að markmiðum hennar, að hringvegur 2 um Vestfirði verði heilsársvegur með bundnu slitlagi á tímabilinu og að lög og reglugerðir um nýtingu auðlinda séu skýr og þeim fylgt.