Fara í efni

Stofnfundur Sóknarhóps Vestfjarðastofu

Fréttir
Sótt til framtíðar - Rauðasandi  
Ljósmyndari: Magnús Þór Bjarnason
Sótt til framtíðar - Rauðasandi Ljósmyndari: Magnús Þór Bjarnason

Sóknarhópur Vestfjarðastofu er nýr samstarfsvettvangur til að ná saman fyrirtækjum á Vestfjörðum. Markmiðið er að skapa vettvang til frekari hagsmunagæslu fyrirtækja á Vestfjörðum.

Síðastliðin þriðjudag 16. maí 2023 var haldinn stofnfundur Sóknarhóps Vestfjarðastofu þar sem boðaðir voru stofnaðilar Vestfjarðastofu, aðilar að Markaðsstofu Vestfjarða og nýr hópur atvinnulífsins. Hátt í hundrað manns voru boðaðir á stofnfundinn en á honum var kosið í stjórn Sóknarhópsins og bárust þrettán framboð. Valdir voru 5 aðalmenn og 5 varamenn en af þessum fimm aðalmönnum eru fjórir lagðir til sem fulltrúar í stjórn Vestfjarðastofu og fjórir til vara. Stjórnarmenn koma að jöfnu frá Markaðsstofunni og Atvinnulífshópnum.

Þeir sem kjörnir voru:

  1. Gauti Geirsson, Háafelli – Atvinnulíf
  2. Halldór Halldórsson, Kalkþörungafélaginu – Atvinnulíf
  3. Friðbjörg Matthíasdóttir, Gistihúsið við höfnina – Markaðsstofa
  4. Elísabet Gunnarsdóttir, Koli og salti ehf – Markaðsstofa
  5. Jónas Heiðar Birgissin, Arnarlaxi – Atvinnulíf
  6. Lilja Sigurðardóttir, Odda hf – Atvinnulíf
  7. Sif Huld Albertsdóttir, Dokkunni brugghúsi – Markaðsstofa
  8. Gunnþórunn Bender, Westfjords Adventure – Markaðstofa
  9. Anton Helgi Guðjónsson, Vestfiskur – Atvinnulíf
  10. Sædís Þórsdóttir, Fantasticfjords - Markaðsstofa

Á ársfundi Vestfjarðastofu sem haldinn verður 24. maí á Bíldudal verður svo skipað í stjórn Vestfjarðastofu út frá þessum kosningum.

Sóknarhópnum er ætlað að stilla saman strengi, efla atvinnulífið og skapa sterka rödd frá Vestfirsku atvinnulífi í umræðunni um framtíðina hvort sem er á sviði ferðaþjónustu, menningar, sjávarútvegs, fiskeldis, iðnaðar eða verslunar. Saman er rödd okkar sterkari.