25. ágúst 2016
Fréttir
Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur auglýst starf menningarfulltrúa Vestfjarða með aðsetur á Hólmavík laust til umsóknar og rennur umsóknarfrestur út þann 30. ágúst næstkomandi. Um er að ræða fullt starf við stefnumótun, ráðgjöf og þróunarverkefni á sviði menningarstarfs og lista á Vestfjörðum, auk verkefna tengdum Sóknaráætlun Vestfjarða, starfsemi Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða og tilfallandi verkefna á starfssviði Fjórðungssambands. Gerð er m.a. krafa um háskólapróf sem nýtist í starfi, sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu um starfið.