Fara í efni

Starfsmaður EarthCheck fundaði á Snæfellsnesi með fulltrúum frá Vestfjörðum og Snæfellsnesi.

Fréttir

Í gær var fundur á Stykkishólmi með starfsmanni frá EarthCheck, Patrick Renouard og Guðrúnu Bergmann frá Grænum hælum, umboðsaðila EarthCheck á Íslandi. Lína Björg verkefnastjóri FV og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri í Vesturbyggð sóttu fundinn ásamt fulltrúum frá Snæfellsnesi.

Þar kom fram að sveitafélögin á Snæfellsnesi eru einu sveitafélögin í Evrópu sem eru komin með umhverfisvottun og eru þau því leiðandi í umhverfisvottun sveitafélaga í Evrópu. Sveitafélögin á Vestfjörðum hafa tækifæri til að verða númer tvö í röðinni og er það stefna þeirra.

EarthCheck er að kynna nýjar leiðir fyrir smærri aðila í ferðaþjónustu sem hafa áhuga á Benchmarking, en aðilar í ferðaþjónustu sem ekki vilja fara alla leið í vottun hafa tækifæri á að öðlast Benchmarkingstaðla frá EarthCheck og viðhalda þeim. Þeir ferðaþjónar á Vestfjörðum sem vilja kynna sér þetta nánar eru beðnir að hafa samband við verkefnastjóra FV lina@vestfirdir.is