Þingeyri og nærsveitir við Dýrafjörð hófu göngu sína í Brothættum byggðum á árinu 2018. Verkefnið hlaut heitið Öll vötn til Dýrafjarðar. Áætlað var að verkefninu lyki um áramót 2021 samkvæmt samningi.
Á íbúafundi sem haldinn var í júní 2021, kom fram eindregin ósk íbúanna um að óskað yrði eftir því við Ísafjarðarbæ að sótt yrði um framlengingu verkefnisins um eitt ár í viðbót. Umsókn um framlengingu var send Byggðastofnun í haust og á fundi stjórnar Byggðastofnunar, sem haldinn var 26.10.2021, var samþykkt að framlengja verkefnið um eitt ár, til loka ársins 2022.
Íbúar Þingeyrar og við Dýrafjörð, sveitastjórn, verkefnisstjórn og verkefnisstjóri fagna þessari ákvörðun, séstaklega í ljósi þess að mörg verkefni þurfti að fresta vegna heimsfaraldurs.
Verkefnisstjórn mun funda núna strax í kjölfarið til að fara yfir stöðuna og leggja drög að næstu skrefum.