Mikill uppgangur hefur verið í Vestfirsku atvinnulífi undanfarið og eru mörg fyrirtæki að auglýsa eftir starfskrafti. Þau störf sem Vestfjarðastofa hefur upplýsingar um hafa flest verið auglýst opinberlega en einnig hafa upplýsingar um þær birst á miðlum eins og Facebook.
Alltaf vantar fleiri góða rafvirkja á svæðið en Orkubú Vestfjarða vantar rafvirkja bæði á Ísafjörð og á Patreksfjörð. Rafskaut á Ísafirði er einnig að leita eftir rafvirkja á svæðinu og það sama gildir um Pólinn á Ísafirði sem leitar að einum til tveimur rafvirkjum. Hampiðjan á Ísafirði er að leita eftir tveimur starfsmönnum, en mikil uppbygging hefur verið hjá þeim undanfarið og er búist við að fleiri störf verði í boði hjá þeim á næstu mánuðum og árum.
Koltra handverkshópur auglýsir eftir sumarstarfsmanni í upplýsingamiðstöð og handverkshús á Þingeyri.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða er að auglýsa lausar stöður, Arctic Fish er að óska eftir starfsmönnum í sjóeldi og Terra óskar eftir umsjónamanni í móttökustöð í Funa á Ísafirði.
Einnig er vert að nefna að Samband Íslenskra sveitarfélag er að auglýsa þrjú störf án staðsetningar. Þau eru: Forvarnarfulltrúi umsóknarfrestur til 15. mars. Verkefnastjórnun og vefumsjón umsóknarfrestur til 28.febrúar. Tæknistefna og tæknistrúktúr umsóknarfrestur til 28.febrúar.
Ferðamálastofa hefur einnig auglýst starf án staðsetningar við textaskrif og vinnslu á efni inn á visiticeland.is
Hér er alls ekki um tæmandi yfirlit að ræða yfir laus störf á svæðinu en ljóst er að í boði eru fjölbreytt störf víða á Vestfjörðum. Heimasíður sveitarfélaganna hafa verið dugleg við að setja upplýsingar um laus störf á sínu svæði en meðal annars er Ísafjarðarbær með sér svæði á heimasíðu sinni undir laus störf sem vert að fylgjast með.