Fara í efni

Strandsvæðaskipulag Vestfjarða 2022

Fréttir
Óshlíð á milli Hnífsdals og Bolungarvíkur (mynd Vestfjarðastofa)
Óshlíð á milli Hnífsdals og Bolungarvíkur (mynd Vestfjarðastofa)

Þann 15. júní 2022 var sett fram tillaga Svæðisráðs Vestfjarða um Strandsvæðaskipulag Vestfjarða sem nær frá Bjargtöngum að Straumnesi. Skipulagstillöguna ásamt umhverfismati er aðgengileg á www.hafskipulag.is . Tillagan verður einnig til kynningar á skrifstofum Vesturbyggðar, Tálknafjarðarhrepps, Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkurkaupstaðar, Súðavíkurhrepps og Strandabyggðar. 
Eins hefur verið boðað til kynningarfunda á Vestfjörðum um efni tillögunnar, 
- Félagsheimilinu Baldurshaga á Bíldudal, 21. júní 2022 kl 16.30-18.00
- Félagsheimilinu Bolungarvík, 22. júní 2022 kl 16.30 - 18.00
- Hnyðju í Þróunarsetrinu á Hólmavík, 23. júní 2022 kl 16.30-18.00
Fleiri kynningarfundir eru fyrirhugaðir og verða auglýstir síðar, en frestur til að skila athugasemdum er settur til 15. september 2022. 

Kynna má sér nánar um málið á heimasíðu Skipulagsstofnunar