Fara í efni

Styrkir Átaks til atvinnusköpunar til nýsköpunarverkefna

Fréttir

Auglýst hefur verið eftir umsóknum um styrki Iðnaðarráðuneytisins undir yfirskriftinni Átak til atvinnusköpunar. Átak til atvinnusköpunar veitir styrki til nýsköpunarverkefna og markaðsaðgerða starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja. Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með verkefninu fyrir hönd iðnaðarráðuneytisins.


Styrkir úr Átakinu eru veittir tvisvar á ári og er næsti umsóknarfrestur 29. september næstkomandi. Umsóknir til Átaksins voru 230 vorið 2009. Þá var tæplega 44 milljónum úthlutað til 56 verkefna og voru styrkupphæðirnar frá 195.000 til 2.000.000 króna.

Nánar um Átak til atvinnusköpunar og umsóknareyðublað