16. janúar 2024
Fréttir
Bolungarvíkurkaupstaður og Vesturbyggð hafa auglýst eftir styrkumsóknum vegna menningar- og ferðamála í sveitarfélögunum. Í báðum þessara sveitarfélaga er styrkur veittur fjórum sinnum á ári og í þessari atrennu er opið fyrir móttöku umsókna á vefsvæðum þeirra til 1. febrúar n.k. Nú er lag fyrir menningar- og ferðamálaforkólfa að smella í umsókn fyrir spennandi verkefnum.
Lesa má nánar um styrki Vesturbyggðar hér og um styrki Bolungarvíkurkaupstaðar hér.
Þessir styrkumsóknarfrestir eru komnir inn á viðburðadagatalið okkar hér á vestfirdir.is. Þar má finna allra handa auglýsta umsóknarfresti, þar sem áhugasamir geta einnig kynnt sér ólíka sjóði, bæði innlenda sem spennandi evrópustyrki sem Íslendingar hafa aðgang að.