Fara í efni

Það er heitt og það hitnar – um hamslausu þenslunnar hamslausu þenslu

Fréttir

Rithöfundurinn Eiríkur Örn Norðdahl er einn þeirra sem stigu á stokk á málþinginu Af hverju orkuskipti: Loftslags- og orkuskiptaáætlanir sveitarfélaga sem haldið var í Edinborgarhúsinu á Ísafirði þann 8. febrúar. Á málþinginu deildu visku sinni sérfræðingar á ýmsum sviðum í loftslagsmálum og lét Eiríkur Örn sitt ekki eftir liggja. Eins og flestum er kunnugt er Eiríkur maður margra, en einstaklega vel valinna orða og má segja að þarna hafi hann farið fremstur sem sérfræðingur orðsins. Hann er líka sérlega lunkinn við að setja hlutina í samhengi og er það áberandi í þessu hressandi erindi.

Erindi Eiríks Arnar nefnist „Það er heitt og það hitnar – um hamslausu þenslunnar hamslausu þenslu" og má sjá það og heyra hér.