01. október 2014
Fréttir
Nú stendur yfir kjördæmavika á alþingi og þingmenn ferðast þá gjarnan um kjördæmin og hitta kjósendur. Í dag er fundur í Báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum þar sem þingmenn Norðvesturkjördæmis hitta sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum og fara yfir baráttumál sveitarfélagana. Þar er talsvert spjallað og spekúlerað um samgöngur og netsamband, húsnæðismál og fjármál sveitarfélaganna, atvinnuþróun, vöxt og varnarbaráttu.