Alls fengu sjö verkefni á Vestfjörðum framlög úr Þjóðhátíðarsjóði við síðustu almennu úthlutun úr sjóðnum nú um mánaðarmótin, samtals að upphæð 3,5 milljónir. Þessi verkefni eru:
# Félag um listasafn Samúels í Selárdal fékk styrk að upphæð 700.000.- til að gera íbúðarhús Samúels í Brautarholti fokhelt en það er ætlað fyrir lista- og fræðimenn og litla sölubúð
# Þrísker ehf. fékk styrk að upphæð 600.000.- til að endurbyggja Frystihúsið í Flatey
# Melrakkasetur Íslands fékk styrk að upphæð 500.000.- til að ljúka við hönnun, framsetningu og uppsetningu á sýningu um melrakkann
# Guðmundur Ketill Guðfinnsson fékk styrk að upphæð 500.000.- til að ljúka viðgerð/endurbótum á Bænahúsinu í Furufirði sem byggt var árið 1899
# Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar fékk styrk að upphæð 500.000.- til að halda áfram að lagfæra húsnæði sem safnið hefur fengið til umráða, setja upp safnmuni, og að endursmíða gamlan bát sem verður til sýnis á safninu
# Vesturbyggð fékk styrk að upphæð 400.000.- til að leggja stíga og setja upplýsingaskilti við friðlýstar fornleifar við Brjánslæk sem kenndar eru við Hrafna-Flóka
# Félag um Snjáfjallasetur fékk styrk að upphæð 300.000.- til að setja upp sýningu um náttúru og dýralíf á Snæfjallaströnd
Menningarráð Vestfjarða óskar þessum aðilum hjartanlega til hamingju með stuðninginn og óskar þeim alls hins besta í sinni verkefnavinnu.