Fara í efni

Þjónustusamningur um Umhverfisvottun Vestfjarða

Fréttir

Á stjórnarfundi Vestfjarðastofu þann 12. ágúst samþykkti stjórn þjónustusamning milli Náttúrustofu Vestfjarða og Vestfjarðastofu um umsjón með daglegum rekstri umhverfisvottunar Vestfjarða. Með því er horft til fordæmis frá Snæfellsnesi þar sem umhverfisvottun svæðisins er í höndum Náttúrustofu Vesturlands sem þar leiðir verkefnið. Markmið samningins eru að auka samstarf Vestfjarðastofu og Náttúrustofu Vestfjarða og leggja grunn að fleiri samstarfsverkefnum. 

Umhverfisvottun sveitarfélaga á Vestfjörðum hefur frá upphafi verið verkefni Fjórðungssambands Vestfirðinga og með stofnun Vestfjarðastofu tók hún við verkefninu. Lína Björg Tryggvadóttir ýtti verkefninu úr vör og hefur sinnt því af kostgæfni. Árið 2018 tók María Maack verkefnastjóri Vestfjarðastofu við daglegri umsýslu verkefnisins og mun hún fylgja verkefninu til Náttúrustofu Vestfjarða á samningstímanum sem er til ársloka 2020. 

Vestfjarðastofa mun áfram bera ábyrgð á verkefninu gagnvart og fyrir hönd sveitarfélaganna á Vestfjörðum sem hafa skuldbundið sig til að hafa stefnu verkefnisins í huga við ákvarðanir sem tengjast daglegum rekstri.