Fara í efni

Umhverfismála- og ferðaþjónustyrkir

Fréttir
Litlibær í Skötufirði - ljósm. Sögusmiðjan
Litlibær í Skötufirði - ljósm. Sögusmiðjan

Minnt er á að umsóknarfrestur um tvær gerðir styrkja sem tengjast menningarmálum rennur út á næstunni. Á mánudaginn 28. janúar er síðasti möguleiki að senda inn umsókn í Umhverfissjóð Ferðamálastofu, en tiltölulega þægilegt er að fylla út og senda umsóknir þar inn. Í ár er lögð áhersla á aðgengismál, sjá á heimasíðu Ferðamálastofu: http://www.ferdamalastofa.is. Á undanförnum árum hefur sjóðurinn oft styrkt verkefni sem snúast um aðgengi að sögustöðum og merkingar þeirra.

Einnig er rétt að minna á mótvægisaðgerðir ríkisstjórnar til eflingar ferðaþjónustu sem áður hefur verið sagt frá hér. Upplýsingar um þá styrki má finna á vef Ferðamálastofu www.ferdamalastofa.is. Frestur rennur út 5. febrúar. Menningarráð hvetur þá sem standa að umfangsmiklum verkefnum í menningartengdri ferðaþjónustu á Vestfjörðum eindregið til að sækja um stuðning.