Fara í efni

Umsagnir til Alþingis. Hvalárvirkjun í nýtingarflokk og jöfnun húshitunarkostnaðar

Fréttir

Alþingi hefur nú til umfjöllunar þingsályktun um verndun og orkunýtingu landssvæða, sem er byggð á niðurstöðu rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhita.  Það er mikilvægt fyrir Vestfirðinga að tillaga er um  að í Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði verði í nýtingarflokki, tvær aðrar virkjanir eru einnig nefndar, Glámuvirkjun og Skúfnavatnavirkjun en þær eru setta í biðflokk.  FV leggur áherslu á að þingsályktunin verði samþykkt og hvetur Alþingi að auka fjármagn til rannsókna á virkjunum og auka fjármagn til uppbyggingu á flutningskerfi raforku.

 

Jöfnun húshitunarkostnaðar er eitt af stærstu málum er varða jöfnun búsetuskilyrða í landinu. Til umfjöllunar á Alþingi er nú frumvarp um breytingar á lögum um niðurgreiðslu húshitunar. Breytingin á að fela í sér aukið fé verði til reiðu vegna kostnaðar við uppbyggingu hitaveitna. Ekki er um háar fjárhæðir að ræða og hvetur FV atvinnuveganefnd Alþingis að hraða breytingum á þessum málaflokki enda liggi fyrir vilji ríkisstjórnar um þetta samkvæmt fundi hennar á Ísafirði þann 5. apríl 2011. 

 

Umsagnir FV er að finna á vef Alþingis og hér á vef sambandsins undir útgefið efni.