Fara í efni

Umsagnir um frumvarp til skipulagslaga og mannvirkjalög

Fréttir

Á Alþingi eru nú til umfjöllunar frumvarp til laga um breytingar á skipulagslögum og mannvirkjalögum. Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur sent umhverfisnefnd Alþingis umsagnir vegna framangreindra frumvarpa. Umsögn um skipulagslög má finna hér og um mannvirkjalög hér.  Samband íslenskra sveitarfélaga hefur einnig skilað inn umsögn, sem finna má á vefnum www.samband.is.


Þetta er í þriðja sinn sem frumvarp til breytinga á framangreindum lögum er sett fram á Alþingi á síðustu fjórðum árum. Sveitarfélögin og samband íslenskra sveitarfélaga hafa gert verulegar athugasemdir við innihald þeirra. Nú þegar málið er lagt fram í þriðja sinn hefur margt verið fært til betri vegar og um margt ásættanlegt.

 

Meginathugasemd Fjórðungssambands Vestfirðinga snýr að þeirri stefnu ríkisins að takmarka mjög aðkomu sveitarfélaga að þróun mála strandsvæðisins utan lögsögu þeirra. Það er enn og aftur ítrekuð sú skoðun vestfirskra sveitarfélaga að þau eigi að koma að þróun þessa svæðis og hafa kynnt verkefni í þessum efnum. Nýtingaráætlun strandsvæðis við Vestfirði.