Fara í efni

Umsóknarfrestur - Byggðarannsóknarsjóður

Fréttir

Byggðastofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Byggðarannsóknasjóði til rannsókna á sviði byggðamála og þurfa þær að berast eigi síðar en fimmtudaginn 17. mars n.k. Til úthlutunar eru 10 m.kr.

Í umsóknum skal meðal annars koma fram greinargóð lýsing á rannsókninni, markmiðum hennar, ávinningi, nýnæmi og hvernig hún styður við tilgang sjóðsins. Við mat á umsóknum er meðal annars litið til hvernig verkefnið styður við markmið sjóðsins, vísindalegs- og hagnýts gildis þess og hæfni umsækjenda.

Umsækjendur geta verið einstaklingar, fyrirtæki, rannsókna-, þróunar- og háskólastofnanir eða aðrir lögaðilar.

Styrkir verða veittir til eins árs. Sjóðurinn hefur allt að 10 milljónir króna til úthlutunar. Samkvæmt reglum sjóðsins er miðað við að styrkirnir séu ekki færri en þrír og ekki fleiri en fimm í hvert sinn.

Umsóknareyðublöð má nálgast hér.

Reglur um sjóðinn má nálgast hér.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður K. Þorgrímsdóttir

Netfang: sigga@byggdastofnun.is. Sími 4555461 og 8697203.

Eldri styrkveitingar má sjá hér.

Skoða á viðburðardagatali