Úthlutað hefur verið úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða vegna verkefna sem koma til framkvæmda á árinu 2022.
Til úthlutunar voru alls 67.100.000 kr. en af þeim hafði þegar verið ráðstafað 12.650.000 kr. til verkefna sem náðu til meira en eins árs. Til ráðstöfunar í þessari úthlutun voru því 54.450.000 kr.
Alls barst 101 umsókn og fengu 57 þeirra styrkvilyrði. Árangurshlutfall var þannig 57% sé miðað við fjölda umsókna. Heildarupphæð sem sótt var um var upp á 203.771.178 kr. og er árangurshlutfall 27% sé miðað við heildarupphæð styrkumsókna. Heildarupphæð þeirra verkefna sem hlutu styrkvilyrði var sótt um alls 136.994.110 kr og er árangurhlutfall þeirra umsókna 40% sé miðað við krónutölu. Heildarkostnaður við þau verkefni sem hlutu styrkvilyrði er 535.276.913 kr.
Niðurstöður styrkúthlutunar Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða vegna ársins 2022 má sjá hér.
Á dögunum var haldið úthlutunarhóf fyrir styrkþega þar sem tilkynnt var hverjir hlytu styrkvilyrði til verkefna ársins 2022. Nokkrir styrkþegar, gamlir og nýjir sendu inn stutt myndbönd þar sem þeir sögðu frá verkefnum sínum. Myndböndin má sjá hér að neðan;
- Anna Björg Þórarinsdóttir, Vöruhönnun úr Bjarnfirskum kirsuberjum - hér
- Pétur Albert Sigurðsson, Í garðinum hjá Láru - hér,
- Dagrún Jónsdóttir, Náttúrubarnahátíð og Náttúrubarnaskóli á Ströndum - hér
- Sædís Ólöf Þórsdóttir og Gunnar Ingi Hrafnsson, Kertahúsið - hér.
Að lokum var tónlistaratriði, smá forsmekkur að hátíðinni Blús milli fjalls og fjöru á Patreksfirði 2022. Ríkharður Ingi Steinarsson og Anya Hrund Shaddock fluttu fyrir gesti I Can´t Remember Love úr þáttunum Queen’s Gambit, lag eftir Anna Hauss, Robert Wienröder og texti eftir William Horbert. Það myndband má sjá hér.