Úthlutunarnefnd og fagráð Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða hafa lokið störfum við yfirferð á styrkumsóknum vegna ársins 2025. Alls bárust 98 umsóknir í sjóðinn og hlutu 60 verkefni styrkvilyrði, alls að upphæð 60.000.000 kr.
Í flokki stofn- og rekstrarstyrkja fyrir menningarhús hlutu 11 verkefni styrkvilyrði, alls að upphæð 17.000.000. Í flokki menningar hlutu 32 verkefni styrkvilyrði, alls að upphæð 25.400.000 kr. Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar hlutu 17 verkefni styrkvilyrði, allt að upphæð 17.600.000
Úthlutunarhóf verður haldið fimmtudaginn 5. desember kl. 16:00. Úthlutunarhófið verður á skrifstofu Vestfjarðastofu Ísafirði. Þar verður tilkynnt hvaða umsóknir hlutu styrk og sýnd innslög frá nokkrum fyrri styrkþegum. Hægt verður að fylgjast með útsendingu frá hófinu á Ísafirði - hlekkur á streymi
Viljum við þakka öllum sem sendu inn umsókn kærlega fyrir og óskum styrkþegum kærlega til hamingju. Það verður gaman að fylgjast með verkefnum verða að veruleika á nýju ári.