Markaðsstofa Vestfjarða hefur lokið úthlutun styrkja til markaðssetningar á hátíðum og viðburðum á Vestfjörðum fyrir 2013. Í heildina var úthlutað 1.500.000 kr. en styrkirnir eru fjármagnaðir út Sóknaráætlun Vestfjarða. Alls bárust 12 umsóknir og hljóta tíu þeirra styrk að þessu sinni.
Þær hátíðir sem hljóta styrk eru:
Act Alone, fékk styrk upp á 200.000. kr.
Rauðasands Festival, fékk styrk upp á 100.000. kr.
Evrópumeistaramótið í mýrarbolta, fékk styrk upp á 200.000. kr.
Fjörubrenna mýrarboltafélags Íslands, fékk styrk upp á 100.000. kr.
Við Djúpið, fékk styrk upp á 100.000. kr.
Hlaupahátíð á Vestförðum, fékk styrk upp á 200.000. kr.
Hamingjudagar á Hólmavík, fékk styrk upp á 100.000. kr.
Bíldudals grænar, fékk styrk upp á 100.000. kr.
Kaldalónshátíð, fékk styrk upp á 200.000. kr.
Viðburðir Sauðfjárseturs á Ströndum, fékk styrk upp á 200.000. kr.