Fara í efni

Verðlaunaafhending í hönnunarkeppninni Tuðran

Fréttir
Vinningshafara í Tuðrunni. Á myndinni er einnig verkefnastjóri sem heldur á vinningstuðru sem lenti …
Vinningshafara í Tuðrunni. Á myndinni er einnig verkefnastjóri sem heldur á vinningstuðru sem lenti í 3 sæti

Sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa undanfarin ár unnið að því að fá Vestfirði umhverfisvottaða. Árið 2016 fengu sveitarfélögin vottun fyrir starfsemi sína fyrir árið 2015 og er það ætlun þeirra að halda áfram með það verkefni.  Verkefnið plastpokalausir Vestfirðir varð til sem hliðarverkefni út frá  umhverfisvottuninni. Með því verkefni eru sveitarfélögin að hvetja íbúa á Vestfjörðum til að minnka notkun plastpoka og finna aðrar umhverfisvænni lausnir í staðin. Til að vekja enn frekar áhuga á verkefninu var ákveðið að halda hönnunarkeppni sem myndi bera heitið  Tuðran. Markmiðið var að fá einstaklinga til að huga að hráefni sem væri hægt að nýta og félli til á heimaslóðum og færi í rusl eða flokkun.  Nemendur á grunnskólaaldri voru sértaklega hvattir til að taka þátt í keppninni, en einnig einstaklingar og fyrirtæki og voru sendir póstar í alla skóla á Vestfjörðum til að vekja athygli á keppninni.

Veitt voru ein verðlaun í fyrirtækjaflokk og þrjú verðlaun í einstaklingsflokki.  Í dómnefnd sátu

Tinna Gunnarsdóttir, Prófessor í vöruhönnun LHÍ Ásthildur Björg Jónsdóttir, Lektor í listkennsludeild LHÍ.

Þeir sem unnu til verðlauna voru Fánasmiðjan ehf. í fyrirtækjaflokki

Í einstaklingsflokki hlaut Arna Dalrós Guðjónsdóttir menntaskólanemi á Ísafirði fyrstu verðlaun.

Önnur verðlaun hlaut Elísabet Finnbjörnsdóttir menntaskólanemi á Ísafirði

Og þriðju verðlaun hlaut Elín Viktoría Gray Grunnskólanemi á Hólmavík.

Pokarnir þóttu allir handhægir og voru nýttir úr hráefnum sem féllu til á heimili eða fyrirtæki og voru því ái anda sjálfbærra áherslna. 

Fjórðungssamband Vestfirðinga þakkar öllum fyrir sem tóku þátt í keppninni og óskar sigurvegurum innilega til hamingju.