Ársfundur Vestfjarðastofu verður þriðjudaginn 14. júní á Ísafirði. Til umræðu á fundinum eru framtíðarhorfur atvinnulífs og samfélaga á Vestfjörðum með yfirskriftina Vestfirðir í vörn eða sókn?
Dagskrá ársfundar er tvískipt að þessu sinni. Fyrri hluti er aðeins ætlaður fulltrúaráði Vestfjarðastofu og er dagskrá þess fundar að finna hér.
Gögn ársfundar fulltrúaráðs má finna hér
Síðari hlutinn hefst kl. 13:00 í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og er öllum opinn. Skráning á ársfund Vestfjarðastofu er hér.
Dagskrá:
Vestfirðir í vörn eða sókn?
- Sigríður Elín Þórðardóttir forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar
- Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins
- Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi
- Svanhildur Hólm Valsdóttir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
- Jóhannes Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu
Kynning á áformum um stofnun nýs fjárfestingasjóðs á Vestfjörðum
- Runólfur Ágústsson framkvæmdastjóri Ráðgjafar og verkefnastjórnunar og Valdimar Ármann forstöðumaður eignastýringar Arctica Finance
Umræður
Jóhanna Ösp Einarsdóttir og Kristján Jóakimsson stjórnarmenn í Vestfjarðastofu spjalla við frummælendur um framtíðarhorfur atvinnulífs og samfélaga á Vestfjörðum
Fundurinn er öllum opinn.