Fara í efni

Vestfirðir og ferðamenn framtíðarinnar - fundur á Ísafirði

Fréttir

Á mánudaginn 6. maí n.k. frá 09:00 – 14:00 verður haldinn fundur á vegum Markaðsstofu Vestfjarða, Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands undir heitinu Vestfirðir og ferðamenn framtíðarinnar og verður þema fundarins á Ísafirði, Vestfirðir allt árið. Síðar er fyrirhugað að halda svipaða fundi á Patreksfirði og Hólamvík og verða þeir auglýstir síðar.
Fundurinn verður haldinn í fundarsal Háskólaseturs Vestfjarða, í Vestrahúsinu.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

09:00  Kynning á tilgangi fundar og verkefni framundan:  Díana Jóhannsdóttir, Fjórðungssambandi Vestfirðinga
09:15 Kynningar
frá sveitarfélögum:  Stefna og sýn í ferðaþjónustu 

9:15  Bolungarvík:  Elías Jónatansson
9:30 Ísafjarðarbær:  Daníel Jakobsson
9:45 Súðavíkurhreppur: Ester Rut Unnsteinsdóttir

10:00  Framkvæmdasjóður ferðamannastaða og Vakinn, Ólöf Ýrr Atladóttir Ferðamálastofu
10:20  Umhverfismál og ferðaþjónusta – hvað þýðir umhverfisvottun (Earth Check): Guðrún Bergmann, Grænir hælar
10:40  Hressing
11:00  Ísland allt árið - Margrét Helga Jóhannsdóttir, Íslandsstofu
11:20  Upplifun, samstarf og klasar:  Sigríður Ó. Kristjánsdóttir Nýsköpunarmiðstöð Íslands
11:45  Suðureyri – að byggja upp þorp:  Elías Guðmundsson Fisherman
12:00  Salan á Vestfjörðum allt árið:  Halldór Halldórsson Ögur Travel f.h. verkefnisins Gullkistan
12:15  Vestfirðir allt árið – raunhæft eða rugl?  Jón Þór Þorleifsson
Umræður og verkefni framundan

 

Vonumst til að sjá sem flesta þrátt fyrir skamman fyrirvara, skráning er í netfangið travel@westfjords.is