Fara í efni

Vestfirðir og ferðamenn framtíðarinnar - Umhverfisvottun, þjóðgarðar og friðlýst svæði sem aðdráttarafl

Fréttir

Þriðjudaginn 21. maí frá 12:30-16:30 verður haldinn annar fundur Markaðsstofu Vestfjarða, Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands undir heitinu Vestfirðir og ferðamenn framtíðarinnar. Þessi fundur verður í Sjóræningahúsinu á Patreksfirði og verður þema fundarins Umhverfisvottun, þjóðgarðar og friðlýst svæði sem aðdráttarafl.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

 

12:30  Kynning á tilgangi fundar og verkefni framundan - Díana Jóhannsdóttir Markaðsstofu Vestfjarða

12:40  Kynningar frá sveitarfélögum:  Stefna og sýn í ferðaþjónustu

 Vesturbyggð: Ásthildur Sturludóttir  

 Tálknafjörður: Indriði Indriðason

13:10  Upplifun í ferðaþjónustu – Sigríður Ó. Kristjánsdóttir – Nýsköpunarmiðstöð Íslands

13:30  Framkvæmdasjóður ferðamannastaða og Vakinn – Ólöf Ýrr Atladóttir Ferðamálastofu

13:50  Deiliskipulagsvinna við Látrabjarg - Borghildur Sturludóttir arkitekt

14:10  Umhverfismál og ferðaþjónusta – hvað þýðir umhverfisvottun (EarthCheck) – Guðrún Bergmann

14:30  Kaffi

14:50  Ísland allt árið – Inga Hlín Pálsdóttir Íslandsstofa

15:10  Salan á Vestfjörðum - Gunnþórunn Bender Westfjords Adventures
15:30  Umræður og verkefni framundan

16:30  Fundi slitið

 

Vonumst til að sjá sem flesta, skráning er í netfanginu travel@westfjords.is.