Þessa dagana er hópur undir forystu áhrifavaldsins, ljósmyndarans, hjólreiðamannsins og útivistarmannsins Chris Burkhard að hjóla Vestfjarðaleiðina. Áfangastaðastofa Vestfjarða sem er hluti af Vestfjarðastofu stendur að þessari ferð með ferðaþjónum á Vestfjörðum. Birna Jónasdóttir verkefnisstjóri Vestfjarðaleiðarinnar fylgir hópnum eftir ásamt ljósmyndaranum Þráni Kolbeinssyni.
Hægt er að fylgjast með ferðinni á miðlum Visit Westfjords – sögur dagsins má finna bæði á Facebook og Instagram.
Umfjöllun sem þessi skiptir miklu máli fyrir þróunarverkefni eins og Vestfjarðaleiðina þar sem Chris hefur til dæmis meira en 3,6 milljón fylgjendur á Instagram. Hægt er að sjá miðlun frá Chris Burkhard hér.
Auk þess spjallar hópurinn eftir hvern dag um hápunkta dagsins á podcastinu The Adventure Stache.
Myndefni og miðlun frá þessari ferð mun að auki nýtast í markaðssetningu fyrir Vestfjarðaleiðina og þar með alla Vestfirði.